Um verkefnið
ALDA Clinical Technologies sér um tækniyfirfærslu innan verkefnisins Klínísk málsýnagreining sem hlaut styrk úr Samstarfi háskóla 2024. Markmiðið er að bregðast við skorti á heilbrigðismáltækni fyrir smærri tungumál eins og íslensku, m.a. með því að þróa veflausn sem er sniðin að þörfum talmeinafræðinga og nýtir afurðir af öllum sviðum máltækniáætlunar stjórnvalda til að greina málsýni sjálfvirkt.
ALDA tekur þátt í Snjallræði 2024.
